Útgerðarfélagið Hvammur ehf - forkaupsréttur

Málsnúmer 2014050164

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3415. fundur - 28.05.2014

Erindi dags. 23. maí 2014 frá Jóhanni P. Jóhannssyni og Þresti Jóhannssyni fyrir hönd Útgerðarfélagsins Hvamms ehf og Kjartani P. Guðmundssyni og Garðari S. Guðmundssyni fyrir hönd K&G ehf. Í erindinu er tilkynnt að samþykkt hafi verið tilboð K&G ehf í alla hluti Útgerðarfélagsins Hvamms ehf og er óskað eftir staðfestingu um að Akureyrarbær muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3417. fundur - 26.06.2014

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarstjóra og bæjarlögmanni á fundi sínum þann 28. maí sl. að ræða við bréfritara.
Lagt fram samkomulag dagsett 23. júní 2014 milli K&G ehf., kt. 540998-2649 og Akureyrarkaupstaðar kt. 410169-6229 vegna kaupa K&G ehf á Útgerðarfélaginu Hvammi ehf í Hrísey, þ.m.t. aflaheimildum Sigga Gísla EA 255.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.