Kríunes við Lambhagaveg í Hrísey - forkaupsréttur á húsnæði ríkisins

Málsnúmer 2014040194

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3412. fundur - 08.05.2014

Erindi dags. 22. apríl 2014 frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem fram kemur að Jarðeignir ríkisins eru að skoða framtíð húseigna Ríkissjóðs Íslands við Kríunes við Lambhagaveg í Hrísey. Spurt er hvort Akureyrarkaupstaður hafi áhuga á að hafa forkaupsrétt í hæsta tilboð eftir að niðurstöður útboðs Ríkiskaupa liggja fyrir, sbr. ákvæði 10. gr. lóðarleigusamnings landbúnaðarráðuneytisins og hreppsnefndar Hríseyjarhrepps, dags. 17. maí 2002.

Bæjarráð samþykkir að afmörkuð verði sérstök lóð fyrir mannvirkin.

Bæjarráð telur ekki tímabært að bregðast við að taka afstöðu til forkaupsréttar fyrr en kauptilboð liggur fyrir í eignirnar.