Samningur um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2013-2015

Málsnúmer 2014030017

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 157. fundur - 06.03.2014

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Menningarfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 3405. fundur - 13.03.2014

3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 6. mars 2014:
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Menningarfélagið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 3406. fundur - 20.03.2014

Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 09:50.
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. mars sl.
3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 6. mars 2014:
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Menningarfélagið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Logi Már Einarsson S-lista óskar bókað:

Ég tel skynsamlegt að framlengja rekstrarsamning við Menningarfélagið Hof til þriggja ára enda verði samningstíminn nýttur til að fara yfir reynsluna af samstarfinu.