Bæjarráð

3350. fundur 07. febrúar 2013 kl. 09:00 - 11:02 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista mætti á fundinn kl. 09:25.

1.Langtímaáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013020022Vakta málsnúmer

Farið yfir íbúaþróun vegna langtímaáætlunar.
Karl Guðmundsson og Gunnar Frímannsson verkefnisstjórar hjá hagþjónustu mættu á fundinn undir þessum lið.

2.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dags. 31. janúar 2013.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013020001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 803. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. janúar 2013.

4.Skipan í skólanefndir framhaldsskóla

Málsnúmer 2013020013Vakta málsnúmer

Lagt til að stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar taki að sér að tilnefna fulltrúa í skólanefndir framhaldsskólanna.

Bæjarráð samþykkir að stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar tilnefni fulltrúa í skólanefndir framhaldsskólanna.

5.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 29. janúar 2013 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína frá 22. nóvember 2012, svohljóðandi:

Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar að hluti Borgarbrautar, Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar og hluti Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu skuli ekki falla undir skilgreinda þjóðvegi og í framhaldi af þeirri ákvörðun muni Vegagerðin hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á fyrrnefndum vegum frá og með 1. janúar nk.

Einnig er vakin athygli á bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. maí 2009, svohljóðandi:

Lagt var fram minnisblað sviðsstjóra lögfræðisviðs, dags. 19. maí 2009, um fund um vegaskrá með Vegagerðinni og fulltrúum sambandsins.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á við sveitarfélög sem ekki telja að örugg og fullnægjandi fjármögnun liggi fyrir, að þau gangi ekki frá samningum við Vegagerðina um ábyrgð þeirra á viðhaldi vega, skv. þeirri vegaskrá sem nú liggur fyrir. Sambandið hefur komið þeirri kröfu á framfæri við samgönguráðherra og Vegagerðina að tryggja verði fjármögnun af hálfu ríkisins til sveitarfélaga vegna þeirra auknu skyldna sem settar eru á sveitarfélögin með nýjum vegalögum nr. 80/2007 sem tóku gildi 1. janúar 2008. Þessi afstaða sambandsins hefur ítrekað komið fram, m.a. í erindi til samgönguráðherra, dags. 30. des. 2008, sem ekki enn hefur verið svarað formlega, að áður en vegaskráin taki gildi liggi fyrir yfirlýsing frá ráðherra um að sá aukni kostnaður sem fyrirsjáanlega mun falla á sveitarfélögin verði að fullu fjármagnaður af ríkissjóði.

Fundi slitið - kl. 11:02.