Menningarhúsið Hof - rekstur ársins 2011

Málsnúmer 2012080059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3329. fundur - 23.08.2012

Erindi dags. 15. ágúst 2012 frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hofs, þar sem greint er í stuttu máli frá rekstri fyrstu tveggja starfsáranna og fyrirhuguð starfsemi næstkomandi starfsárs kynnt.
Einnig er greint frá því að stjórn Menningarfélagsins Hofs ses hefur tekið þá ákvörðun að skila eins og hálfrar milljónar króna rekstrarafgangi síðasta starfsárs til Akureyrarbæjar með áskorun um að stofnaður verði sjóður sem listamenn og framleiðendur listviðburða á svæðinu geti sótt í.

Bæjarráð fagnar þeim góða árangri sem Menningarfélagið Hof hefur náð á fyrstu árum rekstrarins og felur stjórn Akureyrarstofu að vinna tillögu að nýtingu rekstrarafgangsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 128. fundur - 05.09.2012

Á fundi sínum þann 23. ágúst 2012 fól bæjarráð stjórn Akureyrarstofu að vinna tillögu um ráðstöfun rekstrarafgangs upp á 1,5 mkr. sem Menningarfélagið Hof skilaði Akureyrarbæ eftir góðan árangur í rekstri félagsins á síðasta starfsári. Lagt fram til umræðu.

Stjórn Akureyrarstofu - 129. fundur - 20.09.2012

Farið yfir tillögur um ráðstöfun á rekstrarafgangi Menningarfélagsins Hofs sem kynntur var á síðasta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu gerir það að tillögu sinni til bæjarráðs að fjármununum verið varið til að auka svigrúm Menningarsjóðs Akureyrar.

Bæjarráð - 3335. fundur - 11.10.2012

3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 20. september 2012:
Farið yfir tillögur um ráðstöfun á rekstrarafgangi Menningarfélagsins Hofs sem kynntur var á síðasta fundi stjórnar.
Stjórn Akureyrarstofu gerir það að tillögu sinni til bæjarráðs að fjármununum verið varið til að auka svigrúm Menningarsjóðs Akureyrar.

Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Akureyrarstofu.

Um leið og bæjarráð fagnar góðri afkomu Menningarfélagsins Hofs þá upplýsir bæjarráð að Akureyrarbær leggur tæpar 300 milljónir kr. til reksturs menningarhússins.