Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2012090020

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3327. fundur - 02.10.2012

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.

Bæjarráð - 3335. fundur - 11.10.2012

Lagt fram erindi dags. 2. október 2012 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.

Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.