Uppbyggingarsamningur KA 2012

Málsnúmer 2012090220

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 117. fundur - 27.09.2012

Lögð fram til kynningar staða vinnu við uppbyggingarsamning KA.

Íþróttaráð - 118. fundur - 04.10.2012

Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við KA lagður fyrir íþróttaráð.

Íþróttaráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs.

Íþróttaráð skipar Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa íþróttaráðs í vinnuhópi Fasteigna Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Bæjarráð - 3335. fundur - 11.10.2012

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 4. október 2012:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við KA lagður fyrir íþróttaráð.
Íþróttaráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs.
Íþróttaráð skipar Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa íþróttaráðs í vinnuhóp Fasteigna Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3340. fundur - 08.11.2012

Tekin fyrir að nýju drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við KA, áður á dagskrá bæjarráðs þann 11. október sl.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir drögin.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskar bókað:
Sá samningur sem hér liggur fyrir um uppbyggingu á KA svæðinu kemur í stað eldri samnings sem bæjaryfirvöld gerðu við KA á árinu 2007, en samkomulag var um tímabundna frestun á fullnustu hans í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Samningur þessi hefur mun minni framkvæmdakostnað í för með sér en eldri samningur og er því skynsamleg og ásættanleg niðurstaða.