Nefndarlaun - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2012090158

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3331. fundur - 13.09.2012

Formaður bæjarráðs lagði fram til umræðu breytingu á nefndarlaunum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3332. fundur - 20.09.2012

Umræður um breytingu á nefndarlaunum.

Bæjarráð - 3336. fundur - 18.10.2012

Tekin fyrir breyting á reglum um nefndarlaun, áður á dagskrá bæjarráðs 13. og 20. september sl.

Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð dregur til baka 10% lækkun nefndarlauna frá 1. janúar 2009 frá og með 1. janúar 2013 ásamt því að nefndarlaun taki breytingum með viðmið við almennar hækkanir í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þeirra.