Fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga - reglugerð

Málsnúmer 2012040068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3316. fundur - 18.04.2012

Undanfarna mánuði hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytis unnið saman að gerð reglugerðar um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og fjárhagsleg viðmið á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Drög að reglugerð eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 23. apríl 2012. Sveitarfélög eru hvött til að senda ráðuneytinu umsögn um drögin og er einnig mælst til þess að afrit af umsögnum verði send Sambandinu til upplýsingar.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi 1. maí 2012.
Lagt fram minnisblað dags. 18. apríl 2012 frá fjármálastjóra.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að semja drög að umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3317. fundur - 26.04.2012

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól fjármálastjóra á fundi sínum þann 18. apríl sl. að semja drög að umsögn.
Fjármálastjóri fór yfir drögin.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að senda inn athugasemdir við reglugerðina.