Bæjarráð

3305. fundur 26. janúar 2012 kl. 09:00 - 11:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Málefni aldraðra

Málsnúmer 2012010312Vakta málsnúmer

Rætt um málefni aldraðra í framhaldi af fyrirspurn Ólafs Jónssonar D-lista í bæjarráði.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunaheimila Akureyrarbæjar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Brit, Soffíu og Margréti yfirferð um stöðuna í málefnum aldraðra.

2.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar stjórnar Eyþings dags. 16. desember 2011.

3.Sörlaskjól 7 - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2009110061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagská bæjarráðs 5. janúar sl. en þá fól bæjarráð fjármálastjóra, bæjarlögmanni og skipulagsstjóra að vinna umsögn um erindi frá Hólmgeiri Valdemarssyni dags. 23. desember 2011 þar sem hann fer fram á niðurfellingu eða afslátt af gatnagerðargjaldi fyrir Sörlaskjól 7 á Akureyri vegna jarðvegsdýptar.

Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun sína frá 8. september 2011 og hafnar erindinu.

4.Vetraríþróttamiðstöð Íslands - tilnefning fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2012010300Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. janúar 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar og tveggja til vara í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2015. Annar fulltrúi Akureyrarbæjar er formaður stjórnar.
Óskað er eftir að tilnefningin verði send ráðuneytinu í síðasta lagi 27. janúar nk.

Bæjarráð tilnefnir Hlín Bolladóttur sem verði formaður og Árna Óðinsson sem aðalmenn Akureyrarbæjar í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Nóa Björnsson og Steinunni Hebu Finnsdóttur sem varamenn þeirra.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 2012010262Vakta málsnúmer

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2013-2015.

Fundi slitið - kl. 11:35.