Vetraríþróttamiðstöð Íslands - tilnefning fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2012010300

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3305. fundur - 26.01.2012

Erindi dags. 18. janúar 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar og tveggja til vara í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2015. Annar fulltrúi Akureyrarbæjar er formaður stjórnar.
Óskað er eftir að tilnefningin verði send ráðuneytinu í síðasta lagi 27. janúar nk.

Bæjarráð tilnefnir Hlín Bolladóttur sem verði formaður og Árna Óðinsson sem aðalmenn Akureyrarbæjar í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Nóa Björnsson og Steinunni Hebu Finnsdóttur sem varamenn þeirra.