Sörlaskjól 7 - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2009110061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3286. fundur - 08.09.2011

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. ágúst 2011 frá Hólmgeiri Valdemarssyni þar sem hann óskar eftir að endurskoðuð verði gatnagerðargjöld vegna Sörlaskjóls 7 með tilliti til dýptar lóðar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Bæjarráð - 3302. fundur - 05.01.2012

Erindi dags. 23. desember 2011 frá Hólmgeiri Valdemarssyni þar sem farið er fram á niðurfellingu eða afslátt af gatnagerðargjaldi fyrir Sörlaskjól 7 á Akureyri vegna jarðvegsdýptar.

Bæjarráð felur fjármálastjóra, bæjarlögmanni og skipulagsstjóra að vinna umsögn um málið.

Bæjarráð - 3305. fundur - 26.01.2012

Tekið fyrir að nýju, áður á dagská bæjarráðs 5. janúar sl. en þá fól bæjarráð fjármálastjóra, bæjarlögmanni og skipulagsstjóra að vinna umsögn um erindi frá Hólmgeiri Valdemarssyni dags. 23. desember 2011 þar sem hann fer fram á niðurfellingu eða afslátt af gatnagerðargjaldi fyrir Sörlaskjól 7 á Akureyri vegna jarðvegsdýptar.

Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun sína frá 8. september 2011 og hafnar erindinu.