Bæjarráð

3231. fundur 15. júlí 2010 kl. 09:00 - 09:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Ólafur Jónsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karl Guðmundsson
  • Jón Bragi Gunnarsson
  • fundarritari
Fundargerð ritaði: Kolbrún Magnúsdóttir Skjalavörður
Dagskrá

1.Naustahverfi - 2. áfangi. Kjarnagata 50-68

Málsnúmer 2010040079Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 7. júlí 2010:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 50-68 við Kjarnagötu var auglýst frá 12. maí með athugasemdarfresti til 23. júní 2010. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 2. júní 2010. Engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

2.Viðjulundur 2 - dagsektir

Málsnúmer 2010060124Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 7. júlí 2010:
Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 29. júní 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Hymis ehf., eiganda mhl 02 við Viðjulund 2. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að eigandi fjarlægi olíubirgðir innan sem og utan dyra og færi húsnæðið til samræmis við samþykktar teikningar eða sæki um breytingar á húsnæðinu. Andmælafrestur er liðinn.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 30. júlí 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og framlengir frest til úrbóta til 30. júlí 2010.

3.Byggðavegur 150 - framkvæmdir án leyfis - dagsektir

Málsnúmer 2010070050Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 7. júlí 2010:
Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 7. apríl 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til eiganda hússins nr. 150 við Byggðaveg. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta vegna framkvæmda án leyfis og að sótt verði um byggingarleyfi ásamt því að skila inn hönnunargögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 30. júlí 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og framlengir frest til úrbóta til 30. júlí 2010.

4.Hafnarstræti 77 - dagsektir

Málsnúmer 2010060130Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 7. júlí 2010:
Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 29. júní 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Bíla og þjónustu ehf, kt. 681206-2050, rekstraraðila í húsinu nr. 77 við Hafnarstræti. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að umbeðnum gögnum sé skilað inn til embættis byggingarfulltrúa, með vísan í gr. 11 og 12 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 30. júlí 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og framlengir frest til úrbóta til 30. júlí 2010.

5.Leið ehf. - athugasemd vegna Svínavatnsleiðar

Málsnúmer 2008030064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dags. 6. júlí 2010 frá Leið ehf. til Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar með athugasemd við tillögu að aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 og Húnavatnshrepps 2010-2020.

Bæjarráð tekur undir athugasemdir bréfritara og vísar til bókunar frá 1. júlí 2010.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - 24. landsþing

Málsnúmer 2010060025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 5. júlí 2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 24. landsþings sambandsins á Akureyri dagana 29. september til 1. október 2010.

Lagt fram til kynningar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarritara að tilkynna þáttöku fulltrúa Akureyrarbæjar.

7.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2010

Málsnúmer 2010050056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til maí 2010.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson leggur fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli 2010 fyrir árið 2011.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlunarferlinu.

9.Ráðning bæjarstjóra 2010

Málsnúmer 2010070056Vakta málsnúmer

Kynnt ráðning bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 09:00.