Ráðning bæjarstjóra 2010

Málsnúmer 2010070056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3231. fundur - 15.07.2010

Kynnt ráðning bæjarstjóra.

Bæjarráð - 3234. fundur - 12.08.2010

Lögð fram tillaga um að Eiríkur Björn Björgvinsson verði ráðinn bæjarstjóri á Akureyri kjörtímabilið 2010-2014.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ganga frá ráðningarsamningi og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Ólafur Jónsson sat hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson fulltrúi Framsóknarflokksins óskar bókað:

Í Aðdraganda kosninga í vor lögðum við framsóknarmenn áherslu á að til bæjarins yrði ráðinn bæjarstjóri á faglegum forsendum. Ég tel Eirík Björn Björgvinsson, verðandi bæjarstjóra, hafa þær faglegu forsendur sem til þarf og lít á hann sem bæjarstjóra allra Akureyringa. Ég greiði því atkvæði með ráðningu hans.

Edward H. Huijbens áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lagði fram fyrirspurn um launakjör nýráðins bæjarstjóra og hvernig og að hvaða leyti þau eru frábrugðin kjörum fyrrverandi bæjarstjóra.

Þessari fyrirspurn verður svarað þegar ráðningarsamningur liggur fyrir.

Edward H. Huijbens áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs óskar að eftirfarandi verði bókað:

Í stefnuskrá L-lista stendur: við höfum ekkert að fela og við viljum koma öllu upp á borðið sem gerist hjá Akureyrarbæ.

Það hlýtur því að vera eðlileg krafa að almennir bæjarbúar verði upplýstir um hvernig staðið var að vali svonefndra valinkunnra Akureyringa sem skipuðu óháða nefnd á vegum L-listans og átti stórann þátt í ráðningu bæjarstjóra á Akureyri. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur hér með fram formlega beiðni þess efnis að bæjarbúar verði upplýstir um hvert nefndarfólkið var og hvaða faglegu forsendur voru fyrir vali þeirra.

Svar formanns bæjarráðs:

Geta skal að svokölluð óháð nefnd vann þessi verk fyrir L-listann, lista fólksins, en ekki fyrir Akureyrarbæ.

Eins og opinberlega hefur komið fram á sá hópur fólks sem við fengum til að gefa okkur umsögn um umsækjendur um bæjarstjórastarfið, að endurspegla þverskurð bæjarbúa.

Var því valið fólk, sem átti að vera:

fulltrúi háskólasamfélagsins,

fulltrúi frá menningu og ferðaiðnaði,

fulltrúi atvinnurekenda,

fulltrúi verkafólks og

fulltrúi starfsfólks Akureyrarbæjar.

Á fundi sem ég hélt með þeim ásamt fulltrúa Capacent 1. júní sl. hét ég þeim nafnleynd, nema þau ákvæðu sjálf annað. Það loforð hef ég ekki hugsað mér að svíkja og munum við því ekki verða við þeirri beiðni VG að upplýsa hvaða fólk var í hópnum.

Þegar hér var komið mætti nýráðinn bæjarstjóri á fundinn.

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra Eirík Björn Björgvinsson.
Bæjarstjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Bæjarráð - 3346. fundur - 10.01.2013

Lögð fram drög að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra dags. 7. júní 2012.

Bæjarráð staðfestir viðaukann við ráðningarsamninginn.