Hafnarstræti 77 - dagsektir

Málsnúmer 2010060130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3231. fundur - 15.07.2010

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 7. júlí 2010:
Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 29. júní 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Bíla og þjónustu ehf, kt. 681206-2050, rekstraraðila í húsinu nr. 77 við Hafnarstræti. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að umbeðnum gögnum sé skilað inn til embættis byggingarfulltrúa, með vísan í gr. 11 og 12 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 30. júlí 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og framlengir frest til úrbóta til 30. júlí 2010.