Norðurorka hf - hluthafafundur 2010

Málsnúmer 2010080081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

Fram kom tillaga frá fulltrúum L-lista um að óska eftir því að stjórn Norðurorku hf boði til hluthafafundar. Ástæðan er breytingar í stjórn Norðurorku hf vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson fulltrúi B-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3240. fundur - 23.09.2010

Erindi dags. 13. september 2010 þar sem Franz Árnason fyrir hönd Norðurorku hf boðar til hluthafafundar í fundarsal Norðurorku hf, föstudaginn 1. október nk. kl. 16.00

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð - 3242. fundur - 21.10.2010

Á fundi bæjarráðs 7. október 2010 spurðist Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista fyrir um lögmæti skipunar í stjórn Norðurorku hf.
Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 15. október 2010 frá Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar kjörgengi stjórnarmanna í Norðurorku.