Eigendastefna fyrir félög í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023091318

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3820. fundur - 28.09.2023

Skipun vinnuhóps um gerð eigendastefnu fyrir B-hluta fyrirtæki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við gerð eigendastefnu og felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn. Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í vinnuhópinn; Hlynur Jóhannsson M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra.

Bæjarráð - 3885. fundur - 19.03.2025

Lögð fram tillaga að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins.

Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að útfæra aðgerðaáætlun skv. 3. gr. stefnunnar um innleiðingu hennar. Fyrirséð er meðal annars að breytingar á stjórn Norðurorku þarfnast undirbúnings og koma til innleiðingar á aðalfundi félagsins 2026.