Bæjarráð

3813. fundur 29. júní 2023 kl. 08:15 - 11:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Ein með öllu - samstarfssamningur

Málsnúmer 2022101154Vakta málsnúmer

Lagður fram til umræðu og samþykktar samstarfssamningur við Viðburðastofu Norðurlands um stuðning Akureyrarbæjar við fjölskylduhátíðina Eina með öllu um verslunarmannahelgina á Akureyri.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn til eins árs og felur bæjarstjóra að skrifa undir hann fyrir hönd bæjarins.

2.Tónlistarbandalag Akureyrar - kynning

Málsnúmer 2023061413Vakta málsnúmer

Kynning á Tónlistarbandalagi Akureyrar.

Benedikt Sigurðarson, Michael Jón Clarke og Agnes Harpa Jósavinsdóttir sáu um kynninguna fyrir hönd TBA.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Tónlistarbandalags Akureyrar fyrir kynninguna og samþykkir að skipaður verði vinnuhópur sem á að gera þarfagreiningu í samræmi við þau markmið sem fram koma í erindi Tónlistarbandalags Akureyrar og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að útbúa erindisbréf þess efnis.

3.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - kynning

Málsnúmer 2023050825Vakta málsnúmer

Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri LSA kynnti rekstur og starfsemi sjóðsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Jóhanni Steinari Jóhannssyni fyrir komuna á fundinn og skýra og góða kynningu.

4.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19. júní 2023 frá Hermanni Jónassyni f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem tilkynnt er um niðurstöðu umsóknar Brynju leigufélags um stofnframlag. HMS hefur metið umsóknina og var samþykkt að veita 18% stofnframlag og 4% viðbótarframlag vegna kaupa á 10 íbúðum á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Minnisblað vegna viðbótarþjónustu í leikskólum fyrir haustið 2023

Málsnúmer 2023060138Vakta málsnúmer

Liður 16 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. júní 2023:

Minnisblað vegna óska um aukningu stöðugilda vegna viðbótarþjónustu við börn í leikskólum Akureyrarbæjar tímabilið september-desember 2023. Úthlutun viðbótarþjónustu til leikskólanna hefur verið dreift á þrjú tímabil, þ.e. janúar-maí, júní-ágúst og september-desember. Beiðnin snýr að komandi hausti.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 17.300.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:


Legg til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur ásamt starfsfólki og hagaðilum til að fara í greiningu og endurskipulagningu á leikskólastiginu.


Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Tillaga Sunnu Hlínar er borin upp til atkvæða. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista greiddu atkvæði með tillögunni, Heimir Örn Árnason D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:


Hef áhyggjur af þeim fjármunum sem hafa farið í viðauka við málaflokk leikskóla á árinu. Bendi einnig á að málaflokkur leikskóla hefur hækkað um 917 milljónir á 5 árum eða um 43%. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem erfitt er að hafa stjórn á en tel nauðsynlegt að staldra við núna og greina þennan kostnaðarauka og í framhaldinu setja upp heildaráætlun til framtíðar fyrir skipulag leikskóla án þess að það komi niður á gæði þjónustunnar eða velferð starfsfólks. Ég legg því til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur ásamt starfsfólki og hagaðilum til að fara í þessa greiningu og endurskipulagningu á leikskólastiginu.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki 2

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir viðauka 2.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki 3

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir viðauka 3.

8.Kjölur - kjarasamningur 2023-2024

Málsnúmer 2023061057Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningum Kjalar og Sameykis við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

9.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku á leikskólanum Kiðagili, leikskólanum Tröllaborgum, leikskólanum Hulduheimum, leikskólanum Naustatjörn og Hríseyjaskóla leikskóladeild.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillögur að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku á leikskólanum Kiðagili, leikskólanum Tröllaborgum, leikskólanum Hulduheimum, leikskólanum Naustatjörn og Hríseyjaskóla leikskóladeild með gildistíma frá 13. ágúst 2023.

10.Sérstakt atvinnuátak 2023

Málsnúmer 2023040343Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir sérstakt atvinnuátak.


Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

11.Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 - til umsagnar

Málsnúmer 2023061385Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 sem hafa verið birt í Samráðsgátt.

Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 31. júlí 2023.

Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3484
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn til innviðaráðuneytisins.

12.Mannekla í stuðningsþjónustu velferðarsviðs

Málsnúmer 2023061451Vakta málsnúmer

Umræða um manneklu í stuðningsþjónustu velferðarsviðs vegna skorts á umsækjendum.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Málshefjandi er Hilda Jana Gísladóttir.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Mikilvægt er að Akureyrarbær leggi þunga áherslu á að leita leiða sem geta komið í veg fyrir manneklu í stuðningsþjónustu velferðarsviðs. Sérstaklega mætti horfa til eftirsóknarverðra hvata, markaðssetningar og samstarfs við hagaðila.

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 927., 928., 929. og 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsettar 26. maí, 2., 9. og 15. júní 2023.

14.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 53. fundar stjórnar SSNE dagsett 7. júní 2023 ásamt kynningu á starfsemi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem haldin var á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:30.