Tónlistarbandalag Akureyrar - kynning

Málsnúmer 2023061413

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Kynning á Tónlistarbandalagi Akureyrar.

Benedikt Sigurðarson, Michael Jón Clarke og Agnes Harpa Jósavinsdóttir sáu um kynninguna fyrir hönd TBA.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Tónlistarbandalags Akureyrar fyrir kynninguna og samþykkir að skipaður verði vinnuhópur sem á að gera þarfagreiningu í samræmi við þau markmið sem fram koma í erindi Tónlistarbandalags Akureyrar og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að útbúa erindisbréf þess efnis.

Bæjarráð - 3840. fundur - 29.02.2024

Lögð fram til umræðu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp á vegum Akureyrarbæjar og Tónlistarbandalags Akureyrar vegna þarfagreiningar fyrir tónlistarhópa á Akureyri. Bæjarráð samþykkti 29. júní 2023 að vinnuhópurinn yrði skipaður. Jafnframt liggur fyrir erindi frá Tónlistarbandalagi Akureyrar dagsett 13. febrúar 2024 þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um tímabundnar lausnir til að bæta umgjörð og aðstöðu ýmissa tónlistarhópa meðan unnið er að þarfagreiningunni.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna málið áfram.