Mannekla í stuðningsþjónustu velferðarsviðs

Málsnúmer 2023061451

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Umræða um manneklu í stuðningsþjónustu velferðarsviðs vegna skorts á umsækjendum.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Málshefjandi er Hilda Jana Gísladóttir.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Mikilvægt er að Akureyrarbær leggi þunga áherslu á að leita leiða sem geta komið í veg fyrir manneklu í stuðningsþjónustu velferðarsviðs. Sérstaklega mætti horfa til eftirsóknarverðra hvata, markaðssetningar og samstarfs við hagaðila.