Hope Spot - Vonarsvæði - boð um þátttöku

Málsnúmer 2023010602

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 135. fundur - 21.03.2023

Erindi dagsett 9. janúar 2023 frá Belén García Ovide f.h. Ocean Missions og Hvalasafnsins á Húsavík þar sem greint er frá því að Eyjafjörður, Skjálfandaflói og Grímsey hafa verið valin sem fyrsta íslenska "Vonarsvæðið" (e. Hope Spot). Þetta eru sérstök svæði sem skilgreind eru á heimsvísu sem mikilvæg fyrir heilbrigði hafsins. Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í að kynna verkefnið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar tilnefningunni og vísar málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu.

Bæjarráð - 3806. fundur - 24.04.2023

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. mars 2023:

Erindi dagsett 9. janúar 2023 frá Belén García Ovide f.h. Ocean Missions og Hvalasafnsins á Húsavík þar sem greint er frá því að Eyjafjörður, Skjálfandaflói og Grímsey hafa verið valin sem fyrsta íslenska "Vonarsvæðið" (e. Hope Spot). Þetta eru sérstök svæði sem skilgreind eru á heimsvísu sem mikilvæg fyrir heilbrigði hafsins. Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í að kynna verkefnið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar tilnefningunni og vísar málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.