Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2022-2023

Málsnúmer 2022120528

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3792. fundur - 15.12.2022

Lagt fram erindi dagsett 12. desember 2022 frá matvælaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grímseyjar og Hríseyjar fiskveiðiárið 2022-2023. Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar nk. að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum um byggðakvóta í einstökum byggðarlögum.
Bæjarráð óskar eftir að veitt verði undanþága í 6. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022-2023. Óskað er eftir því að vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í sérreglum Akureyrarbæjar um úthlutun byggðakvóta í Grímsey.


Rökin fyrir beiðninni eru einkum eftirfarandi: Grímsey hefur verið skilgreind sem brothætt byggð og er hluti af samnefndu verkefni á vegum Byggðastofnunar. Í dag er engin vinnsla starfandi í Grímsey en landaður afli er umtalsverður og er hann fluttur í burtu til vinnslu í landi.


Ekki hefur verið talinn grundvöllur til að reka vinnslu í eyjunni með það magn sem þar kemur á land í dag. Í dag eru nánast allir þeir sem stunda sjósókn og landa í Grímsey búsettir í eyjunni og allar útgerðirnar sem þar landa eru með lögheimili í eyjunni. Það þjónar hagsmunum byggðarinnar í Grímsey að vinnsluskyldan verði felld niður í ljósi núverandi stöðu annars yrði engum byggðakvóta úthlutað í eyjunni.


Ekki er óskað eftir breytingum á reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Hrísey.