Öryggisþjónusta - frumvarp um öryggisráðstafanir og öryggisvistun - mál 100-2022 - í samráðsgátt

Málsnúmer 2022060888

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3773. fundur - 23.06.2022

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um öryggisráðstafanir og öryggisvistun fullorðinna einstaklinga með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir, sem hafa verið birt í samráðsgátt. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 5. ágúst 2022.

Guðrún Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessu lið.
Bæjarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur, bæjarlögmanni að semja umsögn vegna frumvarps til laga um öryggisráðstafanir og öryggisvistun fullorðinna einstaklinga með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir, og senda í samráðsgátt.