Bæjarráð

3769. fundur 05. maí 2022 kl. 08:15 - 10:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022031238Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að endurskoðuðum reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Dagvistunarmál - ósk um viðauka

Málsnúmer 2022031323Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 25. apríl 2022:

Lögð fram ósk um viðauka vegna dagvistunarmála til seinni umræðu.

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla, Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 9,3 milljónir króna og vísar honum til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

3.Hverfisráð Hríseyjar - aukið samstarf um verkefni

Málsnúmer 2022010390Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2022 frá Ingólfi Sigfússyni og Ásrúnu Ýri Gestsdóttur f.h. hverfisráðs Hríseyjar þar sem reifaðar eru hugmyndir að auknu samstarfi þjónustufulltrúa Akureyrarbæjar í Hrísey við hverfisráðið, meðal annars um Cittaslow verkefnið og aukna markaðssetningu á Hrísey.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni þjónustu og þróunar að ræða við fulltrúa hverfisráðsins.

4.Listaverkakaup

Málsnúmer 2006090067Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 28. apríl sl. og var starfsfólki þá falið að vinna áfram að samþykktinni og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Súlur Vertical - stuðningur við fjallahlaupið

Málsnúmer 2021010344Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við félagasamtökin Súlur Vertical um framkvæmd og áframhaldandi þróun fjallahlaupsins til ársins 2024.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 28. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við félagasamtökin Súlur Vertical. Ákvörðun er fullnaðarákvörðun skv. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

6.Ein með öllu 2022 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2022050050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 11. mars 2022 frá Davíð Rúnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra Viðburðastofu Norðurlands f.h. Vina Akureyrar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.800 þúsund vegna fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu um verslunarmannahelgina.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna áfram að gerð samnings og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

7.Markaðsstofa Norðurlands - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022050135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2022 þar sem Rögnvaldur Helgason fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 19. maí 2022. Vakin er athygli á því að kosið er um stjórnarmenn á fundinum og þurfa framboð frá samstarfsfyrirtækjum til stjórnar að koma fram í síðasta lagi 5. maí. Áhugasamir eru beðnir að tilkynna framboð til framkvæmdastjóra. Fundarboð, nánari upplýsingar og skráning: https://www.northiceland.is/is/mn/frettir/adalfundur-mn

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu og skipulags og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð, forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að mæta á fundinn f.h. Akureyrarbæjar.

8.Móttaka flóttafólks

Málsnúmer 2022030523Vakta málsnúmer

Rætt um móttöku flóttafólks á vegum Akureyrarbæjar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Önnu Marit Níelsdóttur forstöðumanni félagsþjónustu og Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir greinargóðar upplýsingar.

9.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 273. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 11. apríl 2022.

10.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022

Málsnúmer 2022011072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar stjórnar SSNE dagsett 27. apríl 2022.

11.Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál

Málsnúmer 2022042928Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. apríl 2022 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0824.pdf

Fundi slitið - kl. 10:20.