Listaverkakaup

Málsnúmer 2006090067

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 318. fundur - 06.05.2021

Lögð fram drög að Samþykkt um listaverkakaup.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Liður 5 í fundargerð listasafnsráðs dagsettri 22. mars 2022:

Kaup á listaverkum fyrir Listasafnið á Akureyri. Þar sem listasafnsráð annast kaup listaverka til Listasafnsins á Akureyri í samræmi við fjárheimildir í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar óskar ráðið eftir afgreiðslu bæjarráðs á umræddum fjárheimildum vegna ársins 2022.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Lögð fram drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur starfsfólki að vinna áfram að samþykktinni og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3769. fundur - 05.05.2022

Lögð fram drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 28. apríl sl. og var starfsfólki þá falið að vinna áfram að samþykktinni og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. maí 2022:

Lögð fram drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 28. apríl sl. og var starfsfólki þá falið að vinna áfram að samþykktinni og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti samþykktina. Auk hennar tók til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.