Markaðsstofa Norðurlands - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022050135

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3769. fundur - 05.05.2022

Erindi dagsett 29. apríl 2022 þar sem Rögnvaldur Helgason fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 19. maí 2022. Vakin er athygli á því að kosið er um stjórnarmenn á fundinum og þurfa framboð frá samstarfsfyrirtækjum til stjórnar að koma fram í síðasta lagi 5. maí. Áhugasamir eru beðnir að tilkynna framboð til framkvæmdastjóra. Fundarboð, nánari upplýsingar og skráning: https://www.northiceland.is/is/mn/frettir/adalfundur-mn

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu og skipulags og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð, forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að mæta á fundinn f.h. Akureyrarbæjar.