Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022031238

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Umfjöllun um reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að gera tillögur að breytingum á reglunum og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3769. fundur - 05.05.2022

Lögð voru fram drög að endurskoðuðum reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. maí 2022:

Lögð voru fram drög að endurskoðuðum reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti reglurnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.