Vistorka - beiðni um styrk til að gera hagkvæmnimat fyrir líforkuver

Málsnúmer 2021020279

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3716. fundur - 11.02.2021

Erindi dagsett 4. febrúar 2021 frá SSNE og Vistorku þar sem beðið er um styrk að upphæð kr. 6.230.000 til að gera hagkvæmnimat fyrir samþætta vinnslu á lífrænum úrgangi með hátækni-efnaferlum, sem í heild er kallað Líforkuver.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur verkefnið mikilvægt og óskar eftir frekari upplýsingum um fjármögnun.

Bæjarráð - 3740. fundur - 23.09.2021

Erindi dagsett 15. september 2021 þar sem Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE óskar eftir því að Akureyrarbær leggi fram kr. 7.548.000 til hagkvæmnimats fyrir líforkuver sem um leið verður hlutafé Akureyrarbæjar í einkahlutafélagi um líforkuver.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar með fimm samhljóða atkvæðum og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

Bæjarráð - 3741. fundur - 30.09.2021

Erindi dagsett 15. september 2021 þar sem Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE óskar eftir því að Akureyrarbær leggi fram kr. 7.548.000 til hagkvæmnimats fyrir líforkuver sem um leið verður hlutafé Akureyrarbæjar í einkahlutafélagi um líforkuver.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 23. september sl. og var afgreiðslu þá frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 7.548.000 til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Akureyrarbæjar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.