Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnframlag 2018-2019

Málsnúmer 2018110037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3697. fundur - 17.09.2020

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til byggingar á 31 almennri íbúð við Guðmannshaga 2 á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning með fimm samhljóða atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Akureyrarbær og Bjarg íbúðafélag gerðu með sér viljayfirlýsingu, dagsetta 23. nóvember 2017, um uppbyggingu leiguíbúða á Akureyri og um greiðslu stofnframlags bæjarins. Í viljayfirlýsingunni fólst meðal annars skilyrði um að fjölskyldusvið Akureyrarbæjar hefði að jafnaði ráðstöfunarrétt á 20% íbúðanna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að falla frá skilyrðinu um ráðstöfunarrétt og heimilar Bjargi íbúaðafélagi útleigu allra íbúðanna.