Félagsleg liðveisla - breytingar

Málsnúmer 2020060298

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1322. fundur - 24.06.2020

Í nokkurn tíma hefur staðið til að færa félagslega liðveislu, kostnaðarstöð 1025380, frá búsetusviði til samfélagssviðs þar sem allur stuðningur við tómstundatengda þjónustu er þá á sama stað.
Velferðarráð samþykkir að flytja félagslega liðveislu frá búsetu- til samfélagssviðs og felur sviðsstjóra að vinna að málinu áfram.

Bæjarráð - 3697. fundur - 17.09.2020

Liður 9 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 24. júní 2020:

Í nokkurn tíma hefur staðið til að færa félagslega liðveislu, kostnaðarstöð 1025380, frá búsetusviði til samfélagssviðs þar sem allur stuðningur við tómstundatengda þjónustu er þá á sama stað.

Velferðarráð samþykkir að flytja félagslega liðveislu frá búsetu- til samfélagssviðs og felur sviðsstjóra að vinna að málinu áfram.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að félagsleg liðveisla færist frá búsetusviði til samfélagssviðs frá og með 1. janúar 2021.