Bæjarráð

3636. fundur 02. maí 2019 kl. 08:15 - 11:50 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019030179Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 3. apríl 2019:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá á fundi velferðarráðs 20. mars.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar og vísar málinu til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. apríl 2019 og var afgreiðslu þá frestað.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi á fjölskyldusviði og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2017100446Vakta málsnúmer

Lagt fram skaðabótauppgjör skv. ákvæði í kjarasamningum. Málið er trúnaðarmál og niðurstaðan færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

3.Opinber innkaup - gildistaka lagaákvæða um útboð á vegum sveitarfélaga

Málsnúmer 2019040319Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. apríl 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31. maí 2019. Það þýðir að frá þeim tíma gilda viðmiðunarreglur laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga. Hafi sveitarstjórn samþykkt innkaupareglur þarf að ganga úr skugga um að þær séu í samræmi við lögin, m.a. varðandi viðmiðunarfjárhæðir útboða.

Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við Ríkiskaup stendur fyrir námskeiði um opinber innkaup sveitarfélaga 6. maí nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.
Akureyrarbær hefur um árabil farið eftir reglum um viðmiðunarfjárhæðir við opinber innkaup og hefur þessi breyting því ekki áhrif á verklag bæjarins varðandi innkaup.
Fylgiskjöl:
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 09:30.

4.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2019

Málsnúmer 2019040448Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þriggja mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

5.Brú lífeyrissjóður, samkomulag um uppgjör

Málsnúmer 2017120515Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna uppgjörs við Hjallastefnuna ehf. vegna breytinga á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

6.Launaþróunartrygging samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins 2019

Málsnúmer 2019040317Vakta málsnúmer

Kynnt samkomulag aðila vinnumarkaðarins dagsett 16. apríl sl. um útfærslu launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013-2018 samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð kr. 108 milljónir vegna launaþróunartryggingar.

7.Starfsmat aðildarfélaga BHM - framkvæmd 2019

Málsnúmer 2019020021Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 26. apríl 2019:

Umfjöllun um niðurstöður og innleiðingu starfsmats aðildarfélaga BHM sem samið hafa um starfsmat í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga verði samþykkt en verði tekin til endurskoðunar þegar nýir kjarasamningar liggja fyrir.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð kr. 86 milljónir vegna starfsmats BHM. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu kjarasamninganefndar sem ekki felur í sér kostnaðarauka með 4 samhljóða atkvæðum.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 11. apríl 2019.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að vísa lið 1 til fræðsluráðs, lið 2 til sviðsstjóra fræðslusviðs, liðum 3, 5, 9 og 10 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, lið 4 til búsetusviðs, lið 6 til frístundaráðs og fræðsluráðs, lið 7 til frístundaráðs, lið 8 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og lið 11 til skipulagsráðs.

9.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2019

Málsnúmer 2019040208Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2019 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 8. maí nk. Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarins á fundinum.

10.Stjórn Hafnasamlags Norðurlands bs. - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019030011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., dagsett 10. apríl 2019.

Fundargerðina er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.port.is/isl/index.php?pid=167

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010399Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 11. apríl 2019.

Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 11:50.