Starfsmat aðildarfélaga BHM - framkvæmd 2019

Málsnúmer 2019020021

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 11.02.2019

Gunnar Gíslason mætti á fund nefndarinnar kl. 13:30.
Kynnt staða vinnu við innleiðingu starfsmats hjá þeim aðildarfélögum BHM sem samið hafa um starfsmat í kjarasamnningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ítarlegar upplýsingar um starfsmat sveitarfélaga má nálgast á www.starfsmat.is.

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 26.04.2019

Umfjöllun um niðurstöður og innleiðingu starfsmats aðildarfélaga BHM sem samið hafa um starfsmat í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga verði samþykkt en verði tekin til endurskoðunar þegar nýir kjarasamningar liggja fyrir.

Bæjarráð - 3636. fundur - 02.05.2019

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 26. apríl 2019:

Umfjöllun um niðurstöður og innleiðingu starfsmats aðildarfélaga BHM sem samið hafa um starfsmat í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga verði samþykkt en verði tekin til endurskoðunar þegar nýir kjarasamningar liggja fyrir.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð kr. 86 milljónir vegna starfsmats BHM. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu kjarasamninganefndar sem ekki felur í sér kostnaðarauka með 4 samhljóða atkvæðum.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 30.09.2019

Kynnt staða vinnu við innleiðingu starfsmats sveitarfélaga hjá aðildarfélögum BHM sem samið hafa um starfsmat.