Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019030179

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1297. fundur - 20.03.2019

Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs, Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Starfsmönnum falið að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Velferðarráð - 1298. fundur - 03.04.2019

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá á fundi velferðarráðs 20. mars.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 3. apríl 2019:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá á fundi velferðarráðs 20. mars.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3636. fundur - 02.05.2019

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 3. apríl 2019:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá á fundi velferðarráðs 20. mars.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar og vísar málinu til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. apríl 2019 og var afgreiðslu þá frestað.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi á fjölskyldusviði og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3454. fundur - 07.05.2019

Lögð fram til afgreiðslu drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Drögin voru til umfjöllunar í velferðarráði 20. mars 2019 og aftur 3. apríl 2019 þegar þau voru samþykkt.

Bæjarráð fjallaði um drögin 11. apríl 2019 og aftur 2. maí og vísaði þá málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti helstu breytingar á reglunum.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.