Bæjarráð

3594. fundur 12. apríl 2018 kl. 08:15 - 10:48 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017

Málsnúmer 2017080144Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017.

Davíð Búi Halldórsson endurskoðandi frá Enor ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Stefna - Jóhanna G. Einarsdóttir

Málsnúmer 2016060156Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í skaðabótamáli Jóhönnu G. Einarsdóttur gegn Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Árni Pálsson lögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Stekkjartún 32 - kaup á íbúðum

Málsnúmer 2017100416Vakta málsnúmer

Samkomulag um stofnframlag frá ríkinu vegna kaupa tveggja íbúða við Stekkjartún 32 lagt fram til kynningar.

Dan Jen Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund ráðsins undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ljúka málinu.

4.Vinabæir og erlend samskipti

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Kynnt boð til bæjarstjóra um að flytja erindi á hringborðsumræðum China-Nordic Arctic Cooperation (CNARC) 2018: "Arctic fisheries? From the Ocean to the Market". Hringborðsumræðurnar fara fram í Tromsø í Noregi, 23.- 25. maí 2018, í tengslum við 6. málþing CNARC.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar.

5.Compact of Mayors - verkefni umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2018020409Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 16. mars 2018:

Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram erindi dagsett 18. janúar 2018 frá Vistorku ehf vegna kolefnishlutlausrar Akureyri og þátttöku Akureyrarkaupstaðar í Compact of Mayors.

Samþykkt var að hefja vinnu við verkefnið og var Rut Jónsdóttur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála falið að vinna áfram í málinu. Hún lagði fram kostnaðaráætlun dagsetta 13. mars 2018 og verkáætlun frá Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf dagsetta 9. mars 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða verk- og kostnaðaráætlun og að sótt verði um viðauka vegna kostnaðarins.
Bæjarráð samþykkir framlagða verk- og kostnaðaráætlun og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 3 milljónir króna. Við framlögn viðaukans fyrir bæjarráð skal liggja fyrir útfylltur gátlisti um kynjaða fjárlagagerð.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:38.

6.Fyrirkomulag vinnuskóla - tillaga að færslu skólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs

Málsnúmer 2018030249Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 16. mars 2018:

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Kristinn Jakob Reimarsson sviðstjóri samfélagssviðs lögðu fram minnisblað dagsett 12. mars 2018 um flutning vinnuskólans frá Umhverfismiðstöð til Rósenborgar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

1. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 22. mars 2018:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar þar sem lagt er til að yfirumsjón með Vinnuskóla Akureyrar verði færð frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði og yfir á samfélagssvið.
Bæjarráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði til samfélagssviðs.

7.Öldungaráð

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð öldungaráðs dagsett 3. apríl 2018:

Farið yfir samþykkt um öldungaráð.

Öldungaráð vísar uppfærðri samþykkt með áorðnum breytingum til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar samþykkt fyrir öldungaráð til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:48.