Fyrirkomulag vinnuskóla - tillaga að færslu skólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs

Málsnúmer 2018030249

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 27. fundur - 15.03.2018

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar þar sem lagt er til að yfirumsjón með Vinnuskóla Akureyrar verði færð frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29. fundur - 16.03.2018

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Kristinn Jakob Reimarsson sviðstjóri samfélagssviðs lögðu fram minnisblað dagsett 12. mars 2018 um flutning vinnuskólans frá Umhverfismiðstöð til Rósenborgar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar þar sem lagt er til að yfirumsjón með Vinnuskóla Akureyrar verði færð frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið
Frístundaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði og yfir á samfélagssvið.

Bæjarráð - 3594. fundur - 12.04.2018

1. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 16. mars 2018:

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Kristinn Jakob Reimarsson sviðstjóri samfélagssviðs lögðu fram minnisblað dagsett 12. mars 2018 um flutning vinnuskólans frá Umhverfismiðstöð til Rósenborgar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

1. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 22. mars 2018:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar þar sem lagt er til að yfirumsjón með Vinnuskóla Akureyrar verði færð frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði og yfir á samfélagssvið.
Bæjarráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði til samfélagssviðs.