Bæjarráð

3588. fundur 22. febrúar 2018 kl. 08:15 - 11:48 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Preben Jón Pétursson Æ-lista boðaði forföll sín og varamanns síns.

1.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2018

Málsnúmer 2018020337Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir janúar og febrúar 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Skipurit sviða Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016120015Vakta málsnúmer

Lögð fram skipurit allra sviða Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar skipuritum allra sviða Akureyrarbæjar til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

3.Samningsumboð vegna Lögfræðingafélags Íslands

Málsnúmer 2018020139Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Stéttarfélags lögfræðinga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð vegna kjarasamnings við Stéttarfélag lögfræðinga.

4.Sumarstörf fyrir háskólamenntaða með fjárstuðningi frá Vinnumálastofnun

Málsnúmer 2018020272Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2018 frá Vinnumálastofnun um möguleika á að ráða háskólamenntaða atvinnuleitendur til sumarstarfs með fjárstyrk frá Vinnumálastofnun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjórum að vinna málið áfram.

5.Græn bílastæði í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2017050071Vakta málsnúmer

27. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. febrúar 2018:

Lögð var fram beiðni til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá Vistorku ehf. dagsett 28. apríl 2017 um fjölgun grænna bílastæða við Skipagötu. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi 12. maí 2017 en lagði jafnframt til að ákvörðunum um bílastæðamál í miðbænum verði frestað þar til framkvæmdum við Austurbrú lýkur. Lögð er fram tillaga að nýtingu bílastæða í miðbænum samkvæmt meðfylgjandi korti.

Skipulagsráð tekur jákvætt í fjölgun grænna bílastæða, en vísar til bæjarráðs að endurskoða gjaldtöku fyrir bílastæði, þar sem klukkustæði veita oft of lítið svigrúm til athafna þeirra sem eiga erindi í miðbæinn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki 1

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Þekkingarvörður ehf - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018020195Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. febrúar 2018 þar sem boðað er til aðalfundar Þekkingarvarðar ehf sem haldinn verður í húsnæði Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarstræti 91, 2. hæð, þriðjudaginn 27. febrúar nk. kl. 15:00-16:30.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

8.Ungmennaráð - samþykkt

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju:

8. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 6. apríl 2017:

Á fundi frístundráðs þann 30. mars sl. var til umræðu samþykkt fyrir ungmennaráð. Sviðsstjóra var falið að leggja fram fullmótaða samþykkt fyrir næsta fund ráðsins.

Frístundaráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs mættu þær Snædís Sara Arnedóttir og Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúar ungmennaráðs og Anna Guðlaug Gísladóttir starfsmaður ungmennaráðs.
Bæjarráð vísar samþykkt fyrir ungmennaráð á Akureyri til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Upplýsingar um samstarfssamninga og álit sveitarstjórnar á hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 2018010370Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 25. janúar sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að. Einnig er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og að hvaða leyti. Er þess óskað að upplýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.

Bæjarráð fól bæjarlögmanni á fundi sínum þann 1. febrúar sl. að taka saman gögn um samstarfssamninga og byggðasamlög og leggja fyrir bæjarráð.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu umbeðnar upplýsinga um alla samstarfssamninga sem Akureyrarbær á aðild að.

10.Kraftlyftingafélag Akureyrar - endurupptaka máls

Málsnúmer 2017120363Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá 1. febrúar 2018:

Lögð fram niðurstaða um endurupptöku á ákvörðun frístundaráðs um húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að tilkynna fulltrúum Kraftlyftingafélags Akureyrar um niðurstöðu málsins.

11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2017100376Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. febrúar 2018.
Bæjarráð vísar 1. lið til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, 2. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

12.Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál

Málsnúmer 2018020290Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. febrúar 2018 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál 2018. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0054.html

13.Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál

Málsnúmer 2018020196Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 14. febrúar 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0035.html

Fundi slitið - kl. 11:48.