Kraftlyftingafélag Akureyrar - ósk um leiðréttingu á rekstrarstyrk

Málsnúmer 2017120363

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 22. fundur - 25.01.2018

Alex Orrason, framkvæmdastjóri Kraftlyftingarfélags Akureyrar, og Grétar Skúli Gunnarsson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskuðu eftir endurupptöku á ákvörðun frístundaráðs um húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar sem ákveðinn var á þessu ári. Lögðu þeir fram gögn með erindinu.

Á fundi bæjarráðs þann 11. janúar sl. var samþykkt að vísa erindinu til frístundaráðs.

Með vísan til 2. mgr. 19. gr. samþykktar frístundaráðs er erindinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3585. fundur - 01.02.2018

1. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 25. janúar 2018:

Alex Orrason framkvæmdastjóri Kraftlyftingarfélags Akureyrar og Grétar Skúli Gunnarsson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskuðu eftir endurupptöku á ákvörðun frístundaráðs um húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar sem ákveðinn var á þessu ári. Lögðu þeir fram gögn með erindinu.

Á fundi bæjarráðs þann 11. janúar sl. var samþykkt að vísa erindinu til frístundaráðs.

Með vísan til 2. mgr. 19. gr. samþykktar frístundaráðs er erindinu vísað til bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurupptöku með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og felur bæjarlögmanni að fylgja málinu eftir.

Bæjarráð - 3588. fundur - 22.02.2018

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá 1. febrúar 2018:

Lögð fram niðurstaða um endurupptöku á ákvörðun frístundaráðs um húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að tilkynna fulltrúum Kraftlyftingafélags Akureyrar um niðurstöðu málsins.