Upplýsingavettvangur um samgöngur á sjó milli lands og Grímseyjar

Málsnúmer 2016080125

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3523. fundur - 29.09.2016

Erindi dagsett 25. ágúst 2016 frá innanríkisráðuneytinu þar sem fram kemur að innanríkisráðherra hafi ákveðið að koma á upplýsingavettvangi helstu aðila sem koma að samgöngum við Grímsey á sjó. Í erindinu er óskað eftir að Akureyrarkaupstaður tilnefni fulltrúa í hópinn.
Bæjarráð tilnefnir Víði Benediktsson formann Hafnarsamlags Norðurlands í hópinn.