Hrísey - byggðafesta

Málsnúmer 2016030153

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3499. fundur - 23.03.2016

Erindi dagsett 18. mars 2016 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar vegna samkomulags Byggðastofnunar og K&G ehf um að auka byggðafestu í Hrísey.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að staðfesta það fyrir hönd bæjarins.

Bæjarráð - 3591. fundur - 15.03.2018

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um viðauka við samkomulag Byggðastofnunar og K&G ehf dagsett 30. mars 2016 um aukna byggðafestu í Hrísey.

Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri Brothættra byggða í Grímsey og Hrísey sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 3595. fundur - 18.04.2018

Erindi frá Byggðastofnun dagsett 5. apríl 2018 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar vegna umsóknar K&G ehf um Aflamark Byggðastofnunar í Hrísey.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu Byggðastofnunar.