Golfklúbbur Akureyrar - veðsetning á golfskálanum á Jaðri

Málsnúmer 2016030024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3497. fundur - 10.03.2016

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Golfklúbbur Akureyrar sækir um undanþágu frá rekstrarsamningi um að fá heimild til að þess að veðsetja eignir sínar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku og veðsetningar allt að 30 milljónir kr. til fimm ára.

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Lögð fram til kynningar afgreiðsla bæjarráðs á erindi Golfklúbbs Akureyrar.