Samband íslenskra framhaldsskólanema - styrkbeiðni vegna sambandsstjórnarþings

Málsnúmer 2016030008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3497. fundur - 10.03.2016

Lagt fram erindi ódagsett frá Steinunni Ólínu Hafliðadóttur formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Í erindinu óskar hún eftir styrk frá Akureyrarbæ til að aðstoða þau við að greiða ferðakostnað fulltrúa SÍF á sambandsstjórnarþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldið verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri helgina 5.- 6. mars 2016.

Einnig býður framkvæmdastjórn SÍF bæjarstjóra Akureyrarbæjar Eiríki Birni Björgvinssyni velkominn að sitja panelumræður sem haldnar verða laugardaginn 5. mars kl. 15:00.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.