Nefndalaun - breytingar á reglum

Málsnúmer 2015110142

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3489. fundur - 07.01.2016

Lögð fram drög að breytingum á reglum um nefndalaun.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingar á reglum um nefndalaun.

Bæjarráð - 3548. fundur - 16.03.2017

Rætt um breytingar á reglum um nefndalaun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Preben Jón Pétursson Æ-lista vék af fundi kl. 11:45.

Bæjarráð - 3549. fundur - 23.03.2017

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 16. mars sl. Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Jafnframt samþykkir bæjarráð að skipaður verði þriggja manna starfshópur sem ætlað er að gera úttekt á starfsumhverfi bæjarfulltrúa og skila til bæjarráðs fyrir 1. júní nk. Formanni bæjarráðs er falið að gera tillögu að einstaklingum í starfshópinn og leggja hana fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð - 3553. fundur - 27.04.2017

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. mars sl. að skipaður verði þriggja manna starfshópur sem ætlað er að gera úttekt á starfsumhverfi bæjarfulltrúa og skila til bæjarráðs fyrir 1. júní nk.

Lögð fram eftirfarandi tillaga formanns bæjarráðs að einstaklingum í starfshópinn:

Andrea Hjálmsdóttir.

Hermann Jón Tómasson.

Margrét Kristín Helgadóttir.

Bæjarráð samþykkir tillögu formanns bæjarráðs að Andrea Hjálmsdóttir, Hermann Jón Tómasson og Margrét Kristín Helgadóttir skipi starfshópinn. Bæjarráð óskar eftir að starfshópurinn skili inn tillögu sinni fyrir 1. september nk. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlaga tillögu að erindisbréfi fyrir hópinn.