Áskorun til bæjarráðs um að beita sér í samningaviðræðum Skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2015100126

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3480. fundur - 29.10.2015

Erindi dagsett 19. október 2015 frá stjórnendum í grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem skorað er á bæjarráð Akureyrarbæjar að beita sér í samningaviðræðum Skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðunni í kjaraviðræðum samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands og hvetur hlutaðeigandi til þess að ljúka samningum sem allra fyrst.