Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

494. fundur 30. maí 2014 kl. 13:00 - 14:35 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Dagskrá

1.Jaðarstún 1-3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virknis ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 1-3 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Jaðarstún 5-7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virknis ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 5-7 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Krossanes 4 mhl. 43 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2014 þar sem Björgvin Smári Jónsson f.h. Becromal Iceland ehf., kt. 590207-0120, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af tankhúsi á lóðinni nr. 4 við Krossanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Borgarsíða 22 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013110128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2013 þar sem Kristinn Sigurðsson, kt. 160674-5399, og Guðbrandur Þór Jónsson, kt. 121230-2839, sækja um byggingarleyfi fyrir svölum og bílskýli á húsi nr. 22 við Borgarsíðu.
Innkomnar teikningar eftir Friðrik Ólafsson 22. maí 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2014, þar sem Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um breytingar innanhúss í Hafnarstræti 102, 2. hæð.
Innkomnar teikningar 22. maí 2014 eftir Hjört Pálsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Höfðahlíð 6 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2014050171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2014 þar sem Jóhannes B. Jóhannesson, kt. 200644-3959, sækir um breytingu á bílastæðum við Höfðahlíð 6. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri hafnar stækkun á bílastæði við Áshlíð en samþykkir 3m bílastæði við Höfðahlíð. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

7.Þingvallastræti 22 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2014050172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2014 þar sem Danielle Somers, kt. 280244-8219, sækir um leyfi fyrir niðurrifi á ófullgerðu mannvirki, mhl 02, við Þingvallastræti 22.
Skipulagsstjóri samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

8.Ráðhústorg 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Natten ehf., kt. 530199-2319, sækir um breytingu á notkun húsnæðis við Ráðhústorg 3 úr skrifstofu í matvöruverslun. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Lf3 ehf., kt. 460207-1260, sækir um breytingar á nýtingu vesturhluta fyrstu hæðar við Hafnarstræti 102 og innrétta veitingahús. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson innkomnar 27. maí 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Mýrarvegur 111 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2014 þar sem Ásta Alfreðsdóttir sækir um að leyfi fyrir svalalokun á íbúð 0203 í Mýrarvegi 111 í samræmi við samþykkt á byggingaráformum árið 2008.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Norðurgata 56 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2014050199Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2014 þar sem Karles Randversson, kt. 031056-3659, sækir um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði merkt 0201 við Norðurgötu 56. Meðfylgjandi er teikning af bílastæðinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

12.Eyrarlandsvegur 30 - umsókn um byggingarleyfi fyrir yfirbyggðu sviði

Málsnúmer 2014050226Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2014 frá Helga Má Pálssyni þar sem hann f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að byggja yfirbyggt opið svið á sama stað og eldra svið var í Lystigarðinum, Eyrarlandsvegi 30, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

13.Hafnarstræti 106 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar innanhúss í Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

14.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara

Málsnúmer 2014040120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við Teigasíðu, Vestursíðu, Síðubraut, Aðalstræti og Háhlíð og frá Síðubraut að Lónsá, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku ásamt samþykki lóðarhafa lóða þar sem lagnir verða innan lóða.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Fundi slitið - kl. 14:35.