Eyrarlandsvegur 30 - umsókn um byggingarleyfi fyrir yfirbyggðu sviði

Málsnúmer 2014050226

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 494. fundur - 30.05.2014

Erindi dagsett 27. maí 2014 frá Helga Má Pálssyni þar sem hann f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að byggja yfirbyggt opið svið á sama stað og eldra svið var í Lystigarðinum, Eyrarlandsvegi 30, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 496. fundur - 12.06.2014

Erindi dagsett 27. maí 2014 frá Helga Má Pálssyni þar sem hann f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að byggja yfirbyggt opið svið á sama stað og eldra svið var í Lystigarðinum, Eyrarlandsvegi 30, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Innkomnar teikningar 6. júní 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið en átelur vinnubrögð framkvæmdadeildar þar sem ekki var sótt um byggingarleyfi áður en framkvæmdir hófust og framkvæmdir ekki stöðvaðar þrátt fyrir fyrirmæli þar um.