Tengir - framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðara

Málsnúmer 2014040120

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 178. fundur - 30.04.2014

Erindi dagsett 15. apríl 2014 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis ehf sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara um Akureyri. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna fyrirhugaðar lagnaleiðir.
Tómas B. Hauksson frá framkvæmdadeild kynnti úttekt deildarinnar á hvernig tekist hefur til með frágang fyrirtækisins vegna lagnaframkvæmda 2013.

Skipulagsnefnd þakkar Tómasi fyrir kynninguna.

Erindinu er frestað.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Erindi dagsett 15. apríl 2014 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara um Akureyri. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna fyrirhugaðar lagnaleiðir.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau uppfylla reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánari skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrar og afgreiddar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 494. fundur - 30.05.2014

Erindi dagsett 27. maí 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við Teigasíðu, Vestursíðu, Síðubraut, Aðalstræti og Háhlíð og frá Síðubraut að Lónsá, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku ásamt samþykki lóðarhafa lóða þar sem lagnir verða innan lóða.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 497. fundur - 19.06.2014

Erindi dagsett 18. júní 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við Ásveg, Hamarstíg-Mýrarveg, Hamragerði, Reynilund, Suðurbyggð, Tungusíðu-Núpasíðu, Urðargil, Barmahlíð-Fosshlíð, Krossanesbraut, Skarðshlíð-Langahlíð, Langahlíð, Langholt-Skarðshlíð, Baldursnes, Hlíðarbraut-23 og Langholt-Þverholt samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk.
Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 498. fundur - 25.06.2014

Erindi dagsett 25. júní 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við Dvergagil, Mýrarveg neðan Birkilundar, Mýrarveg/Hörpulund, Aðalstræti/Hafnarstræti og Hamarsstíg/Oddeyrargötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 499. fundur - 02.07.2014

Erindi dagsett 1. júlí 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við Hafnarstræti, Miðsíðu/Þverasíðu, Hólabraut, Grænugötu, Skógarlund, Stórholt/Lyngholt og Einholt/Hraunholt samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 501. fundur - 17.07.2014

Erindi dagsett 15. júlí 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við Kiðagil, Furulund, Faxaskjól, Klettaborg-Hrafnabjörg og Sunnutröð samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 507. fundur - 05.09.2014

Erindi dagsett 1. september 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við lögn frá Fannagili að rörenda við gatnamót Síðubrautar og Safírstrætis samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreint verk með fyrirvara um mögulega færslu lagnarinnar á kostnað umsækjanda þar sem svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt. Framkvæmdin skal gerð í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.