Kaupvangsstræti 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um viðbyggingu og breytingar á húsum nr. 10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á húsum nr. 10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við teikningarnar og vísar erindinu um byggingarleyfi til afgreiðslu skipulagsstjóra.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 3. fundur - 21.11.2016

Lagt var fram til yfirferðar erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um viðbyggingu og breytingar á húsum nr. 8-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra gerir athugasemdir við teikningarnar og fer fram á að eftirfarandi atriði verði tekin til frekari skoðunar og lagfæringa:

Greinargerð um algilda hönnun á teikningar - hreyfihamlaðir, sjónskertir, aldraðir o.fl.

Gera þarf betri grein fyrir bílastæði fatlaðra - hæðarmunur, halli.

Yfirfara gangabreiddir - 1,5 m.

Yfirfara þarf rými í göngum við hurðir, til hliðar við hurðir og utan við flóttaleiðir.

Gera þarf grein fyrir öruggum svæðum fyrir hjólastóla.

Leiðarlistar á opnum svæðum - sýningarsalir.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 610. fundur - 24.11.2016

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um viðbyggingu og breytingar á húsum nr. 8-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði og athugasemda samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 632. fundur - 26.05.2017

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar sækir um breytingar á húsum nr. 10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason. Innkomnar nýjar teikningar 19. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 688. fundur - 16.08.2018

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 8-12 við Kaupvangsstræti, Listasafn. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason. Innkomnar nýjar teikningar 13. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 689. fundur - 23.08.2018

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 8-12 við Kaupvangsstræti, Listasafn. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason. Innkomnar nýjar teikingar 13. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Erindi dagsett 21. ágúst 2018 þar sem Sigurður Gunnarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að setja upp upplýsingaskjá á hús nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti, Listasafnið. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu og útlit skiltis.
Í gildi er samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar og samkvæmt henni telst upplýsingaskjárinn vera ljósaskilti. Samkvæmt gr. 8.2.1. í samþykktinni eru slík skilti ekki leyfð í miðbæ Akureyrar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 692. fundur - 13.09.2018

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og fleiru í húsi nr. 8-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.