Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

734. fundur 08. ágúst 2019 kl. 13:30 - 14:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Björn Jóhannsson
Dagskrá

1.Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2014120088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Kjarnalundi, landnr. 150012. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Síðast innkomnar teikningar 31. júlí 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 102 - umsókn um leyfi fyrir aðstöðu fyrir útiveitingar

Málsnúmer 2019070628Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júlí 2019 þar sem Carsten Tarnow fyrir hönd FCT ehf., kt. 410619-0470, sækir um leyfi fyrir aðstöðu fyrir útiveitingar framan við hús nr. 102 við Hafnarstræti.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir nýtingu svæðisins frá 1. júní til 30. ágúst 2019. Farið skal eftir Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og á Ráðhústorgi hvað varðar umfang og notkunartíma. Svæðið sé að hámarki jafnlengdar vesturhliðar veitingastaðar, og breidd þess 5,50 m út frá útvegg og/eða að þeirri staðsetningu sem götugögn leyfa.

3.Stórholt 7 - umsókn um úrtöku á kantstein

Málsnúmer 2019070648Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2019 þar sem Jóna Margrét Hauksdóttir og Rúnar Halldórsson sækja um úrtöku á kantstein við hús sitt nr. 7 við Stórholt. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir að hámarki 4 bílastæði með 11,5 m heildarúrtak í kantstein, með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

4.Surtlugata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019080017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Jakobs R. Jónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi á lóð nr. 2 við Surtlugötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Byggðavegur 93 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantstein

Málsnúmer 2019080018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Valdís B. Jónsdóttir og Óskar Harðarson sækja um leyfi til að útbúa bílastæði við hús sitt nr. 93 við Byggðaveg. Óskað er eftir úrtaki á kantstein frá Goðabyggð.
Staðgengill byggingarfulltrúa metur aðstæður í norðvesturhorni lóðar þannig að þar rýmist ekki opið bílastæði, þegar tekið tillit til breiddar svæðis innan lóðar og háttliggjandi lóðarmarka í vestur. Erindinu eins og það liggur fyrir er því synjað.

6.Goðanes 7 - fyrirspurn um heimild til jarðvegsskipta.

Málsnúmer 2019080019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, leggur inn fyrirspurn um heimild til jarðvegsskipta á lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Harald Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa getur ekki heimilað jarðvegsskipti á grundvelli innsendra gagna.

7.Kjarnaskógur - umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi

Málsnúmer 2019080029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2019 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir fyrir hönd Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi á byggingareit I, á athafnasvæði gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Sveinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

8.Skarðshlíð 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019070278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Haraldar Helgasonar sækir um byggingarleyfi til að setja plasteinangrun utan á hús sitt að Skarðshlíð 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 31.júlí 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

9.Beykilundur 13 - fyrirspurn um lokun og yfirbyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss

Málsnúmer 2019080008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi lokun og yfirbyggingu á bili milli bílskúrs og íbúðarhúss nr. 13 við Beykilund.
Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

10.Norðurgata 40 - umsókn um sérmerkt bílastæði

Málsnúmer 2019070647Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2019 þar sem Friðrik Sigurjónsson sækir um sérmerkt bílastæði við hús sitt nr. 40 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er afrit af stæðiskorti Friðriks og skýringarmynd.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið og felur framkvæmdadeild að setja upp sérmerkingu á bílastæði fyrir fatlaða, 6,3 m í suður frá kantsteini aðlögunarsvæðis gangstéttar á götuhorni.

Fundi slitið - kl. 14:30.