Byggðavegur 93 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantstein

Málsnúmer 2019080018

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 734. fundur - 08.08.2019

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Valdís B. Jónsdóttir og Óskar Harðarson sækja um leyfi til að útbúa bílastæði við hús sitt nr. 93 við Byggðaveg. Óskað er eftir úrtaki á kantstein frá Goðabyggð.
Staðgengill byggingarfulltrúa metur aðstæður í norðvesturhorni lóðar þannig að þar rýmist ekki opið bílastæði, þegar tekið tillit til breiddar svæðis innan lóðar og háttliggjandi lóðarmarka í vestur. Erindinu eins og það liggur fyrir er því synjað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 742. fundur - 03.10.2019

Erindi dagsett 27. september 2019 þar sem Valdís B. Jónsdóttir og Óskar Harðarson sækja um úrtak á kantsteini við bílastæði húss nr. 93 við Byggðaveg. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Samþykktin er með því skilyrði að sett verði handrið á kant meðfram innkeyrslu. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.