Goðanes 7 - fyrirspurn um heimild til jarðvegsskipta.

Málsnúmer 2019080019

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 734. fundur - 08.08.2019

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, leggur inn fyrirspurn um heimild til jarðvegsskipta á lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Harald Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa getur ekki heimilað jarðvegsskipti á grundvelli innsendra gagna.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 736. fundur - 22.08.2019

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, leggur inn fyrirspurn um byggingu húss á lóð nr. 7 við Goðanes, samkvæmt tillöguteikningum. Jafnframt er sótt um heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. ágúst 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir jarðvegsskipti á grundvelli tillöguteikninga.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 742. fundur - 03.10.2019

Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 771. fundur - 05.06.2020

Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 25. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.